Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fiskihátíð á Suðurnesjum
Föstudagur 30. mars 2012 kl. 10:31

Fiskihátíð á Suðurnesjum

Óður til hafsins á Icelandair hótelinu í Keflavík um helgina:



Nú um helgina mun Icelandair hótelið í Keflavík að slá upp fiskiveislu og gera fiskiðnaðinum á Suðurnesjum hátt undir höfði og kynna þær afurðir sem verið er að vinna á svæðinu á innanlandsmarkað og til útflutnings. Hátíðin hefur fengið nafnið „Óður til hafsins“.

Fyrirtæki munu kynna sína vöru og kokkarnir á Vocal restaurant, sem er staðsettur á hótelinu, munu aðstoða við framsetningu og matreiðslu. Kynningin fer fram í Kjarna og í veislusölum hótelsins.

Boðið verður upp á tónlist og öl á tilboðsverði. Einnig verður vínkynning á staðnum og þá verða listamenn með sýningar.
Á föstudeginum verður kynning fyrir fagfólk í matvælaiðni og sérstaka boðsgesti. Matreiðslumeistarinn Ragnar Ómarsson verður gestakokkur á Vocal og ætlar að bjóða upp á fiskihlaðborð sem matreitt verður úr hráefni frá þátttakendum í hátíðinni.

Laugardaginn 31. mars frá kl. 15-18 verður almenningi boðið á hátíðina og að kynna sér það sjávarfang sem unnið er með á Suðurnesjum bæði á innanlandsmarkað og til útflutnings. Nú þegar hafa um 15 fyrirtæki á svæðinu boðað þátttöku sína og framleiðsla þeirra er eins ólík og fyrirtækin eru mörg. Pláss er fyrir fleiri og geta þeir haft samband við hótelið.Á föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 18:00 verður fiskihlaðborð hjá kokkum Vocal restaurant og gestakokknum Ragnari Ómarssyni, lauflétt tónlist og góð stemning.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024