Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Finnst nauðsynlegt að fá bók í jólagjöf
Þriðjudagur 24. desember 2019 kl. 07:14

Finnst nauðsynlegt að fá bók í jólagjöf

Jóhannes A. Kristbjörnsson reynir að vera meira með fjöskyldunni um jólin og heldur í ýmsar hefðir eins og margir gera. Hér svarar hann jólaspurningum VF:

Jólabíómyndin sem kemur þér í jólaskap? Die Hard I og A Night­mare Before Christmas.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sendir þú jólakort eða hefur Facebook tekið yfir? Facebook nema það sé fermingarár barns.

Ertu vanafastur um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar? Almennt reyni ég að hægja á amstrinu og eyða meiri tíma með fjölskyldu, heimsæki leiði ömmu og afa ef ég man, jólaboð hjá tengdapabba á jóladag, jólaboð hjá mömmu þann 26., áramótagleði hjá tengdamóður. Nýbakað brauð frá Hannesi Friðrikssyni á aðfangadag er í uppáhaldi hjá frúnni og börnunum.

Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Ég vona að það lýsi ekki vanþakklæti að muna ekki eftir einhverri sérstakri gjöf umfram aðrar. Finnst nauðsynlegt að fá bók í jólagjöf, þótt ég þurfi að kaupa hana sjálfur.

Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum? Mömmubakstur. Jólin á meðan ömmur mínar lifðu voru alltaf öðruvísi. Andinn í kringum ömmu Ásdísi var alltaf sérstakur og jólatíminn engin undantekning þar.

Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarhryggur, jólaöl og hefðbundið meðlæti. Heimatilbúinn ís og heit súkkulaðisósa.

Hvenær finnst þér jólin vera komin? Þegar jólasnjórinn kemur. Án snjós gæti ég alveg eins verið á sólarströnd, sem mér finnst ágætt.

Hefur þú verið eða gætirðu hugsað þér að vera erlendis um jólin? Hef tvívegis verið erlendis sem fullorðinn fjölskyldumaður, á Tenerife annars vegar og í Brasilíu hins vegar. Mér fannst það æði og væri til á hverju ári en ástkær eiginkonan og börnin vilja vera heima hér eftir.

Áttu þér uppáhaldsjólaskraut? Já, íslensku jólasveinana ásamt grýlu, leppalúða og jólakettinum.

Hvernig verð þú jóladegi? Ligg á meltunni eftir ofát aðfangadagskvölds og les einhverja jólabókina. Reyni að koma að göngutúr áður lagt er í ofátsveislu númer tvö, hangikjöt hjá tengdó. Reyni að ná jólaleikjunum í NBA.