Finnsk tangótónlist í DUUS
Nú er komið að öðrum tónleikum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar á þessum vetri. Við byrjuðum tónlistarveisluna með Sinfóníuhljómsveit Íslands 5. október síðastliðinn. Þar flutti hljómsveitin með þátttöku heimamanna, fyrir fullu húsi, áhugaverða dagskrá.
Að þessu sinni er það finnsk tangótónlist sem í boði er, í flutningi hljómsveitarinnar Fimm í tangó. Meðlimir Fimm í Tangó eru Ágúst Ólafsson söngur, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó, Íris Dögg Gísladóttir fiðla, Kristín Lárusdóttir selló og Tatu Kantomaa harmóníka.
Finnsk tangótónlist er í sérstöku uppáhaldi hjá hljómsveitarmeðlimum og hefur Tatu Kantomaa útsett lög fyrir hljómsveitina, sem og Haraldur V. Sveinbjörnsson sem einnig hefur samið tangó sérstaklega fyrir hópinn.
?Finnskur tangó er afbrigði þess argentínska og nokkurskonar þjóðaríþrótt í Finnlandi. Finnar gengu á lagið í upphafi tuttugustu aldar og hófu að semja sinn eigin tangó. Um miðja öldina voru finnsk tangólög allsráðandi á vinsældalistum í landinu. Síðan 1985 hefur verið haldið tangó-festival, hið svokallaða Tangomarkkinat, í bænum Seinäjoki, sem af finnum er álitin önnur höfuðborg tangósins á eftir Buenos Aires. Finnskur tangó hefur á undanförnum árum öðlast talsverða útbreiðslu í Evrópu.
Tónleikarnir verða 19. nóvember kl. 20:30 í Bíósal, Duus húsum.
Húsið opnar kl. 20:00 og verður gestum boðið upp á léttar veitingar fyrir tónleikana.
Aðgöngumiðaverð er kr. 1000-
Bestu kveðjur – sjáumst á tónleikum!
Stjórn Tónlistarfélags Reykjanesbæjar
Að þessu sinni er það finnsk tangótónlist sem í boði er, í flutningi hljómsveitarinnar Fimm í tangó. Meðlimir Fimm í Tangó eru Ágúst Ólafsson söngur, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó, Íris Dögg Gísladóttir fiðla, Kristín Lárusdóttir selló og Tatu Kantomaa harmóníka.
Finnsk tangótónlist er í sérstöku uppáhaldi hjá hljómsveitarmeðlimum og hefur Tatu Kantomaa útsett lög fyrir hljómsveitina, sem og Haraldur V. Sveinbjörnsson sem einnig hefur samið tangó sérstaklega fyrir hópinn.
?Finnskur tangó er afbrigði þess argentínska og nokkurskonar þjóðaríþrótt í Finnlandi. Finnar gengu á lagið í upphafi tuttugustu aldar og hófu að semja sinn eigin tangó. Um miðja öldina voru finnsk tangólög allsráðandi á vinsældalistum í landinu. Síðan 1985 hefur verið haldið tangó-festival, hið svokallaða Tangomarkkinat, í bænum Seinäjoki, sem af finnum er álitin önnur höfuðborg tangósins á eftir Buenos Aires. Finnskur tangó hefur á undanförnum árum öðlast talsverða útbreiðslu í Evrópu.
Tónleikarnir verða 19. nóvember kl. 20:30 í Bíósal, Duus húsum.
Húsið opnar kl. 20:00 og verður gestum boðið upp á léttar veitingar fyrir tónleikana.
Aðgöngumiðaverð er kr. 1000-
Bestu kveðjur – sjáumst á tónleikum!
Stjórn Tónlistarfélags Reykjanesbæjar