Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Finni auglýsir eftir hálsbindum og höttum í Vogum
Miðvikudagur 14. mars 2012 kl. 11:28

Finni auglýsir eftir hálsbindum og höttum í Vogum

Finnski listamaðurinn Elina Lajunen dvelur nú í gestavinnustofu Voga og Hlöðunnar. Hún hefur víða komið við og m.a. starfað við brúðugerð sem hún lærði í París, sett upp danssýningar og gjörninga. Hún auglýsir eftir gömlum eða nýjum hálsbindum og karlmannshöttum.
Þeir sem lúra á hálsbindum og höttum geta haft samband við Elinu með því að senda póst á netfangið [email protected] eða hafa samband í síma við Mörtu í númer 8675986.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024