Fín vesti
Í vikunni afhenti Sparisjóðurinn í Keflavík börnum á leikskólanum Holti í Innri Njarðvík endurskinsvesti að gjöf.
Vestin nýtast vel í gönguferðum um nágrennið og voru börnin ánægð með gjöfina og var strax farið í gönguferð og vestin prófuð. Síðustu 2 ár hefur Sparisjóðurinn gefið vesti á leikskóla á Suðurnesjum og hvarvetna hafa þau komið að góðum notum.
Vestin nýtast vel í gönguferðum um nágrennið og voru börnin ánægð með gjöfina og var strax farið í gönguferð og vestin prófuð. Síðustu 2 ár hefur Sparisjóðurinn gefið vesti á leikskóla á Suðurnesjum og hvarvetna hafa þau komið að góðum notum.