Fimm uppáhaldsplötur Sigurður Sævarssonar
Hérna koma fimm uppáhaldsplötur, eða réttara sagt fimm plötur sem hafa haft áhrif á mína tónlistarsköpun.
Svo er náttúrlega hellingur af klassískri tónlist sem ég hef miklar mætur á en læt rokkið eiga sviðið hér.
Low eftir David Bowie Ég keypti mér kassettutæki fyrir fermingarpeninginn. Þetta var lítið mónó tæki, líklegast Panasonic. Ég fjárfesti í tveimur kassettum: A New World Record með ELO og svo Low með David Bowie. Ekki það að ég hafi þekkt tónlist Bowie vel en ég kannaðist við myndina á plötuumslaginu. Hún var nefnilega úr bíómyndinni The Man Who Fell to Earth sem Bowie lék aðalhlutverkið í. Mjög skrítin mynd og platan, við fyrstu hlustun, ekki minna skrítin. Mjög framúrstefnulega á þessum tíma en hefur elst vel. |
|
Ambient eftir Brian Eno Brian Eno stjórnaði upptökum á þremur af plötum David Bowie, þar á meðal Low. Það hefur sjálfsagt verið ástæðan fyrir því að ég keypti mér plötu með Eno. Hann hefur gert margar Ambient-plötur. Þetta er mjög dreymandi tónlist og sérstaklega góð til að slappa af yfir. Eno sagði sjálfur, í gríni, að þetta væri upplögð tónlist til að spila í partíum: „Þeir sem vilja hlusta heyra tónlistina en þeir sem vilja ekki hlusta geta auðveldlega leitt hana hjá sér.“ |
|
Dazzle Ships eftir OMD Talandi um að eldast vel. Þessi plata frá Orchestral Manoeuvres in the Dark hljómar alltaf ný þegar ég set hana á fóninn. Fyrir mér er þetta eitt af meistaraverkum nýbylgjutímans. |
|
Around the World in a Day eftir Prince Prince var svo skemmtilegur tónlistarmaður. |
|
Kid A eftir Radiohead Radiohead er ein af fáum starfandi hljómsveitum sem ég fylgist með. Þeir eru framsæknir en samt aðgengilegir. |