Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimm uppáhaldsplötur Bubba Einars
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 4. maí 2020 kl. 11:21

Fimm uppáhaldsplötur Bubba Einars

The Royal Scam (1976).
Steely Dan.

Þessi plata sló í gegn þegar hún kom út og enn stendur hún fyrir sínu. Ég hef fylgt Donald Fagen, forsprakka hljómsveitarinnar, síðan. Hann kann að búa til hljóðheim sem er engu líkur og tónlistin sem virkar einföld við hlustun er alveg ótrúlega flókin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Innervisions (1973).
Stevie Wonder.

Þessi plata er stútfull af meistaraverkum eftir þennan snilling. Fyrir utan það að vera söngvari af bestu gerð er hann frábær hljóðfæraleikari sérstaklega sem hljómborðs- og munnhörpuleikari.

Heavy Weather (1977).
Weather Report.

Þessi plata sló algerlega í gegn hjá okkur strákunum sem á þessum tíma vorum að hlusta á Fusion-tónlist.  Algjört brautryðjendaverk. Hljóðheimurinn sem maður kynntist þarna var engu líkur. Lagið Birdland lifir enn.

One on one (1979).
Bob James and Earl Klugh.

Þægilegur Fusion-diskur sem ég hlusta mikið á. Frábærir þessir tveir. Annar pianóleikari sem spilar líka mikið á Fender Rhodes og hinn frábær kassagítarleikari.

Recycled (1977).
Edgar Winter’s White Trash.

Þessir gaurar voru eitthvað allt annað. Forsprakkinn, Edgar Winter, var alveg frábær tónlistarmaður og einnig bróðir hans Johnny. Þeir bræður voru mjög sérstakir í útliti en þeir voru það sem kallað er „hvítingjar“. Edgar safnaði þarna saman nokkrum gaurum sem höfðu haslað sér völl í öðrum hljómsveitum og úr varð alveg ótrúlega kraftmikil plata.
Ég og vinur minn, Svenni Björgvins, lágum yfir þessu tímunum saman.

Lagið Open Up sýnir vel hvers þeir voru megnugir.