Fimm snjöll: Domino’s appið nauðsynlegt fyrir fjölskylduna
Örvar Þór Sigurðsson grafískur hönnuður hjá Kosmos & Kaos
Í snjallsímanum má gera ýmislegt gagnlegt. Svo má líka nýta tækið í eitthvað skemmtilegt eða til þess að drepa tíma. Keflvíkingurinn Örvar Þór Sigurðsson sem starfar sem grafískur hönnuður hjá Kosmos & Kaos, notar nokkur góð snjallforrit í símanum sínum bæði til gagns og gamans. Hér deildir hann nokkrum góðum með lesendum Víkurfrétta.
Slack
Þetta er mikið notað af Kosmos og Kaos í samskiptum á milli starfsmanna og skráarflutninga. Hægt er að stofna spjallrásir eða senda skilaboð beint á milli starfsmanna. Mæli með þessu.
Yr.no
Hvort sem þú ert að skoða veður fyrir eitthvað skemmtilegt eins og næsta golfhring eða eitthvað mökk leiðinlegt eins og að veiða fisk þá er þetta appið fyrir þig. Allavega áreiðanlegasta veður app sem ég hef prófað.
Dominos
Ég að sjálfsögðu borða ekkert svona óhollt en þegar makinn eða börnin þurfa eitthvað svona þá er þetta mjög þægilegt.
NBA
Fyrir körfuboltaáhugafólk er þetta alger nauðsyn. Versla League pass og þá er hægt að horfa á leiki í beinni og aftur í tímann sem og allskonar fróðleik um NBA.
Leikir – Stack, BBTan og Color switch
Ef maður er að bíða einhvers staðar á tannlæknastofu eða eitthvað álíka þá er nauðsynlegt að grípa í stuttan leik og þessir hafa enst lengst í símanum hjá mér.
High score
Stack -195 BBTan – 214 Color Switch - 59