Fimm ættliðir í kvenlegg
Það verður að teljast nokkkuð merkilegt að ná mynd af fimm ættliðum í einu, öllum í kvenlegg, en það gerðist nýverið hér á Suðurnesjunum.
Sú yngsta fæddist þann 23. febrúar síðastliðinn og er því þriggja mánaða gömul. Sú heitir Ingibjörg Freyja Vignisdóttir og hvílir hún í fangi móður sinnar, Írisar Hilmarsdóttur, á myndinni. Sú yngsta er nefnd í höfuðuð á ömmu sinni, en það er hún Ingibjörg Ásta Unnarsdóttir. Langamma stúlkunnar heitir Bryndís Rögnvaldsdóttir og langalangamman heitir Ásta Guðjónsdóttir, en hún er 87 ára gömul.