Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimm ættliðir í kvenlegg
Föstudagur 26. maí 2017 kl. 11:40

Fimm ættliðir í kvenlegg

Það verður að teljast nokkkuð merkilegt að ná mynd af fimm ættliðum í einu, öllum í kvenlegg, en það gerðist nýverið hér á Suðurnesjunum.

Sú yngsta fæddist þann 23. febrúar síðastliðinn og er því þriggja mánaða gömul. Sú heitir Ingibjörg Freyja Vignisdóttir og hvílir hún í fangi móður sinnar, Írisar Hilmarsdóttur, á myndinni. Sú yngsta er nefnd í höfuðuð á ömmu sinni, en það er hún Ingibjörg Ásta Unnarsdóttir. Langamma stúlkunnar heitir Bryndís Rögnvaldsdóttir og langalangamman heitir Ásta Guðjónsdóttir, en hún er 87 ára gömul.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024