Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fílharmónía með stórtónleika í kvöld
Mánudagur 17. mars 2014 kl. 17:55

Fílharmónía með stórtónleika í kvöld

- frítt inn, eins og á fjölda viðburða á Menningardögum í Grindavík.

Söngsveitin Fílharmónía verður með tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld kl. 20:30. Aðgangur er ókeypis. Söngsveitin var stofnuð haustið 1959 til þess að flytja stærri verk með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fílharmónía kemur víða fram á þessu vori og á efnisskránni eru nýleg kórverk íslenskra og erlendra tónskálda í bland við eldri kórverk. Kórinn skipa um 70 manns hverju sinni, frá 18 til 65 ára. Stjórnandi Fílharmóníu er Magnús Ragnarsson.

Tónleikarnir eru meðal fjölda menningarviðburða tengdum Menningarvikunni í Grindavík sem hófst sl. föstudag. Ljósmyndari Víkurfrétta leit við á nokkrum viðburðanna um helgina.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Málverkasýning Sossu Björnsdóttur og Birgit Kirke frá Færeyjum í Veiðafæragerðinni, Ægisgötu 3. Viðburðurinn er liður í samstarfi listamannanna sem hófst í Þórshöfn í Færeyjum vorið 2013 og síðar á ljósanótt í Reykjanesbæ sama ár og nú lýkur þessu samstarfi í Grindavík í Menningar-
viku.

Hér má sjá gesti á sýningu þeirra í Veiðarfæragerðinni í Grindavík.

Ljósmyndasýning í Framsóknarhúsinu. ,,SKEPNA og SKRÚÐI"
Vigdís H Viggósdóttir (Viddý) og Eygló Gísladóttir eru með samsýningu í Framsóknarhúsinu við Víkurbraut 27. Þær eru báðar nýútskrifaðar frá Ljósmyndaskólanum. Vigdís sýnir bókverkið ,,Skepna" ásamt upp prentuðum myndum úr henni. Eygló sýnir nýstárlegar portrait myndir.  Vigdís var á staðnum þegar VF leit við og er að ofan. Neðri myndin sýnir verk Eyglóar.

Hópur fólks klæddi sig vel í norðan kuldanum og skoðaði húsin í gamla hverfinu undir leiðsögn Sigurðar Ágústssonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns.