Festival í Sandgerði í kvöld
Í kvöld verða haldnir tónleikar á veitingastaðnum Mamma Mía í Sandgerði og er yfirskrift þeirra Aftan Festival. Aftan festival er tónleikaröð sem Sandgerðingar hafa komið sér upp þar sem aðalmarkmiðið er að draga tónlistarfólk úr stofunni heima og hafa vettvang þar sem það getur komið fram.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20 í kvöld, en þar koma fram Fríða og Dýrið, Óttar Birgis og Hlynur Vals.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20 í kvöld, en þar koma fram Fríða og Dýrið, Óttar Birgis og Hlynur Vals.