Ferskir vindar opna listahátíð
Opnun listahátíðarinnar Ferskir vindar í Garði verður á morgun fimmtudaginn 6. janúar að Sunnubraut 4 í Garði. Opnunin byrjar kl. 18 en sýningar opna föstudaginn 7. janúar kl. 13. Mikil dagskrá verður um helgina þar sem listamenn sýna verkin sem þeir eru búnir að vinna að síðustu vikur. Verkefnið hefur verið á fullum krafti og mikið um að vera en listamennirnir hafa unnið mikið í áhaldahúsinu og samkomuhúsinu en einnig víða um bæinn á meðan skólarnir voru ekki starfandi.
Á laugardaginn byrjar dagskráin kl. 13 með sýningu á Sunnubraut 4 en þaðan verður einnig farið með rútu eftir Garðbraut og Skagabraut til að skoða skúlptura. Gjörningar, tónlist og sýningar verða svo hér og þar um bæinn langt fram á kvöld. Á sunnudeginum munu Atli Ingólfsson, Hilmar Örn Hilmarsson, Páll á Húsafelli og Áki Ásgeirsson standa fyrir tónleikum í Miðgarði en dagskráin endar svo kl. 19:30 á sunnudagskvöldinu með gjörningi Norbert Mauk í samkomuhúsinu.
VF-Myndir/siggijóns
Jean-Marc Plessy frá Frakklandi spilar á indverskar flautur