Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fermingarbörn 1959: Færðu orgelsjóði Keflavíkurkirkju gjöf
Mánudagur 18. maí 2009 kl. 16:17

Fermingarbörn 1959: Færðu orgelsjóði Keflavíkurkirkju gjöf

Fermingarbörn frá Keflavíkurkirkju vorið 1959 héldu upp á 50 ára fermingarafmæli nú í maímánuði með veglegum hætti. Þau hittust í kirkjunni og áttu þar stutta stund með sr. Birni Jónssyni. Síðan var ekið í rútu út í Garð, að hinu stórkostlega Fræðasetri í Sandgerði, eftir Básendavegi um Hafnir að orkuveri HS Orku hf á Reykja nesi þar sem hin glæsilega sýning, Orkuverið Jörð, var skoðuð og loks að Flughóteli í Keflavík þar sem snæddur var kvöld verður, rifjaðar upp skemmtilegar stundir og sungið við undirleik Gunnars Þórðarsonar. Af þessu tilefni færði hópurinn orgelsjóði kirjunnar 60 þús. kr. að gjöf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024