Fermingarbörn 1959: Færðu orgelsjóði Keflavíkurkirkju gjöf
Fermingarbörn frá Keflavíkurkirkju vorið 1959 héldu upp á 50 ára fermingarafmæli nú í maímánuði með veglegum hætti. Þau hittust í kirkjunni og áttu þar stutta stund með sr. Birni Jónssyni. Síðan var ekið í rútu út í Garð, að hinu stórkostlega Fræðasetri í Sandgerði, eftir Básendavegi um Hafnir að orkuveri HS Orku hf á Reykja nesi þar sem hin glæsilega sýning, Orkuverið Jörð, var skoðuð og loks að Flughóteli í Keflavík þar sem snæddur var kvöld verður, rifjaðar upp skemmtilegar stundir og sungið við undirleik Gunnars Þórðarsonar. Af þessu tilefni færði hópurinn orgelsjóði kirjunnar 60 þús. kr. að gjöf.