Ferming í Njarðvíkurkirkju
Fyrsta ferming ársins á Suðurnesjum var í Njarðvíkurkirkju um síðustu helgi. Þá fermdi séra Baldur Rafn sjö ungmenni úr Njarðvík. Svo virðistsem hefð sé að komast á að fyrst sé fermt í Innri-Njarðvík. Þetta árið dreifast fermingar yfir langt tímabil eða fram undir mánaðarmótin apríl/maí. Það var Halldór Rósmundur sem tók meðfylgjandi ljósmynd af fermingarbörnunumog presti ganga til kirkju.