Ferming í Njarðvík
Tímabil ferminga er hafið en fermingar munu standa yfir í kirkjum Suðurnesja langt fram í maímánuð. Stór hópur barna fermdist í Ytri-Njarðvíkurkirkju í morgun kl. 10:30 í fermingarmessu sem séra Baldur Rafn Sigurðsson sóknarprestur stýrði. Þar var þessi mynd tekin.
Í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudag verður fjallað um fermingarundirbúning í Reykjanesbæ.
VF-mynd: Hilmar Bragi