Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ferðasumarið 2011 á Suðurnesjum: Grjót- og gaddakrabbi í skelfiskveislu Vitans
Mánudagur 20. júní 2011 kl. 15:55

Ferðasumarið 2011 á Suðurnesjum: Grjót- og gaddakrabbi í skelfiskveislu Vitans


Veitingahúsið Vitinn í Sandgerði hefur nú tekið upp á þeirri nýjung að bjóða upp á skelfisk, þ.e. grjót-, og gaddakrabba, öðuskel, beitukóng, humar, rækjur og krækling, en þetta er borið fram bæði heitt og kalt. Sjávarréttasúpa og nýbakað brauð er gefið í forrétt.

Skelfiskurinn er allur borinn fram í skel/heilu með tilheyrandi hnífapörum/töngum ofl. Matur sem allir verða að prófa, einstakt á Íslandi.
Vitinn er eini veitingastaðurinn í Evrópu sem býður upp á þessa skemmtun þar sem allt hráefnið kemur beint úr sjónum í kringum Sandgerði og Reykjanes, en grjótkrabbi finnst enn sem komið er hvergi í Evrópu nema á Íslandi.

Mynd: Smári/245.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024