Ferðast milli Keflavíkur og Garðs á hjólastól
Það er óhætt að segja að Róbert Aron Ólafs. kalli ekki allt ömmu sína. Róbert sem bundinn er hjólastól býr í Garðinum en áður bjó hann í Keflavík og er hann því Keflvíkingur í húð og hár. Hann er mikill áhugamaður um íþróttir og mætir á alla leiki hjá Keflavík, bæði í fótbolta og körfu, en það sem er kannski hvað sérstakast er að hann á það til að fara á hjólastólnum sínum úr Garðinum til Keflavíkur þegar eitthvað sérstakt er að gerast.
Í samtali við Víkurfréttir sagði Róbert að málið væri að þetta skapaði honum mikið frelsi. ,,Ég fékk nýjan stól í ágúst og hann gerir mér kleift að komast mínar eigin leiðir. Það er ekki alltaf sem hægt er að keyra mig á milli og því gefur þetta mér aukna möguleika og aukið frelsi”, segir Róbert. Það er mjög misjafnt hversu lengi það tekur Róbert að keyra á milli. ,,Í mjög góðu veðri tekur það mig um 15-20 mínútur en í roki getur það tekið allt að 1 ? klst. Það er þó í góðu lagi því ég klæði mig vel og er með gott úthald. Ég fer þó ekki á milli á veturna í snjónum enda væri það bara vitleysa”.
Aðspurður hvort hann hefði aldrei farið til Reykjavíkur í stólnum sagðist Róbert ekki enn hafa gert það. ,,Rafhlöðurnar í stólnum duga 40-50 km. þannig að ég ætti alvega að komast, allavega hálfa leið”, sagði Róbert að lokum og greinilegt að þessi hressi og skemmtilegi strákur er jákvæðnin uppmáluð.
Í samtali við Víkurfréttir sagði Róbert að málið væri að þetta skapaði honum mikið frelsi. ,,Ég fékk nýjan stól í ágúst og hann gerir mér kleift að komast mínar eigin leiðir. Það er ekki alltaf sem hægt er að keyra mig á milli og því gefur þetta mér aukna möguleika og aukið frelsi”, segir Róbert. Það er mjög misjafnt hversu lengi það tekur Róbert að keyra á milli. ,,Í mjög góðu veðri tekur það mig um 15-20 mínútur en í roki getur það tekið allt að 1 ? klst. Það er þó í góðu lagi því ég klæði mig vel og er með gott úthald. Ég fer þó ekki á milli á veturna í snjónum enda væri það bara vitleysa”.
Aðspurður hvort hann hefði aldrei farið til Reykjavíkur í stólnum sagðist Róbert ekki enn hafa gert það. ,,Rafhlöðurnar í stólnum duga 40-50 km. þannig að ég ætti alvega að komast, allavega hálfa leið”, sagði Róbert að lokum og greinilegt að þessi hressi og skemmtilegi strákur er jákvæðnin uppmáluð.