Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ferðamenn komu fyrr í ár
Laugardagur 18. ágúst 2012 kl. 08:31

Ferðamenn komu fyrr í ár

Svala Sveinsdóttir hjá B&B Guesthouse segir að heimsóknir ferðamanna hafi hafist fyrr þetta árið en vanalega

Svala Sveinsdóttir hjá B&B Guesthouse við Hringbraut í Reykjanesbæ segir að hún finni fyrir mikilli aukningu á straumi ferðamanna hingað. Hún segir að heimsóknir ferðamanna hafi hafist fyrr þetta árið en vanalega og hún segir að það sé alls staðar fullt eftir því sem hún best veit. Hún segir ennfremur að töluvert af Íslendingum heimsæki gistiheimili hennar, bæði þeir sem séu áð leið í flug, sem og aðrir ferðalangar. Hún finnur fyrir því að þrátt fyrir að töluvert hafi aukist af heimagistingum og öðru slíku hér þá sé alltaf fólk að koma til hennar sem vantar herbergi.

Hún telur ekkert óvanalegt við ferðasumarið í ár fyrir utan aukinn fjölda ferðamanna en hún er ekki alls kostar sátt við aðstöðu til þess að taka á móti ferðamönnum við Leifsstöð. Þar er engin aðstaða að hennar sögn fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. „Við megum hvergi leggja og það er ekkert pláss fyrir okkur til þess að þjónusta okkar gesti. Við megum hvergi vera og ég tel að þarna þurfi að breyta til, þessu er mjög ábótavant,“ sagði Svala í samtali við Víkurfréttir.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024