Ferðamenn í átökum við þann gula
Það er vertíðarfjör við höfnina í Grindavík þessa dagana. Bátarnir hafa verið að fá ágætis afla og sá guli, þorskurinn, er feitur og pattaralegur. Bryggjurnar eru líka vel sóttar af ferðamönnum sem eru forvitnir um hvað sé að koma upp úr bátunum.
Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af meðfylgjandi mynd við Miðgarð í Grindavík og þar má sjá ferðamann í átökum við þann gula eftir að hafa fengið lánaða gúmmíhanska hjá löndunargenginu á meðan annar ferðalangur smellir mynd á símann sinn.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson