Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ferðakoffort - fyrir ferðaþyrsta og fróðleiksfúsa
Þriðjudagur 11. maí 2010 kl. 15:49

Ferðakoffort - fyrir ferðaþyrsta og fróðleiksfúsa

Í tilefni sumarsins verður ferðakoffort í hnokkadeild Bókasafns Reykjanesbæjar alla laugardaga í maí. Í ferðakoffortinu eru ferðalangarnir Lína og Stubbur, sem eru aðalpersónur í bókinni Allra fyrsti atlasinn minn eftir Björk Bjarkadóttur og margvíslegir hlutir sem tengjast ferðalagi þeirra og visku um lönd, heimsálfur og alheiminn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Tilvalið er fyrir foreldra og börn að kíkja saman í bókina og fara síðan um víðan völl með þeim hlutum sem eru í ferðakoffortinu. Má þar nefna púsluspil af Evrópu, þjóðfánar Evrópulanda, Íslandskort, ferðasögur og ferðabækur að ógleymdum dýrum sem lifa ýmist á Íslandi eða í öðrum heimshlutum.
Laugardagar eru fjölskyldudagar á Bókasafni Reykjanesbæjar.