Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Mannlíf

Ferðafélag Íslands með gönguhóp á Suðurnesjum
Föstudagur 27. desember 2019 kl. 08:10

Ferðafélag Íslands með gönguhóp á Suðurnesjum

Á tímabilinu janúar til maí 2020 mun Ferðafélag Íslands halda úti gönguhópi á Suðurrnesjum. Hópurinn verður í anda þeirra hópa sem Ferðafélag Íslands heldur þegar úti í því skyni að stuðla að bættri lýðheilsu.

Kynning á dagskránni verður í Keili á Ásbrú fimmtudaginn 2. janúar kl. 17:30 og í Salthúsinu Grindavík laugardaginn 4. janúar kl. 16. Þar munu aðstandendur verkefnisins lýsa dagskránni næstu mánuðina.

Göngurnar eru flestar léttar og lagt upp með að njóta fremur en þjóta. Farið verður á 15 fjöll, langflest á Suðurnesjum en einnig verður gengið á Ok, Snæfellsjökul, Hengil, Móskarðahnúka og á Heimaklett og Eldfell í Vestmannaeyjum hvar gist verður eina nótt.

Safnast verður saman fyrir hverja göngu og sameinast í bíla í Njarðvík.

Félagar í Suðurnesjamönnum eiga þess einnig kost að taka þátt í námskeiðum í sjósundi, samkvæmisdönsum og æfingum á reiðhjólum.

Fararstjórar verða Reynir Traustason og Hjálmar Árnason.

Dubliner
Dubliner