Fer með fjölskyldunni að Hellishólum
Þóra Björg Þóroddsdóttir frá Grindarvík, búsett í Reykjanesbæ ætla að njóta helgarinnar með syni sínum og fjölskyldunni þessa verslunarmannahelgi.
Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?
Ég ætla að fara með fjölskyldunni upp að Hellishólum og eiga góða helgi þar.
Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Engin svona sérstök, en þegar ég var yngri fórum við fjölskyldan oft upp í Húsafell. Mér fannst það oft voðalega gaman þar sem það var alltaf brenna og brekkusöngur.
Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?
Mér finnst grillmatur alveg ómissandi um verslunarmannahelgina.