Fengu viðurkenningar fyrir áratugastörf hjá Grindavíkurbæ
Á starfsmannadegi Grindavíkurbæjar á föstudag voru veittar viðurkenningar til starfsmanna sem hafa unnið hjá bænum í farsæl 20 og 30 ár eins og venjan er. Eftirtaldir starfsmenn fengu viðurkenningar úr hendi Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra:
30 ár: Albína Unndórsdóttir, Helga Eysteinsdóttir, Kristín Eyþórsdóttir og Matthías Grindvík Guðmundsson.
20 ár: Einar Jón Ólafsson, Ellert Sigurður Magnússon, Garðar Páll Vignisson, Inga Björk Runólfsdóttir og María Eir Magnúsdóttir.
Efri mynd: Kristín, Helga, Albína og Matthías Grindvík ásamt Róbert bæjarstjóra.
María Eir og Inga Björk ásamt Róbert bæjarstjóra.