Fengu stóla að gjöf frá Byko
 Þroskahjálp á Suðurnesjum fékk góða gjöf á dögunum þegar Byko í Reykjanesbæ afhenti þeim þrjá skrifborðsstóla.
Þroskahjálp á Suðurnesjum fékk góða gjöf á dögunum þegar Byko í Reykjanesbæ afhenti þeim þrjá skrifborðsstóla.
Gjöfin mun eflaust koma sér vel því að skjólstæðingar Þroskahjálpar notast sífellt meira við tölvur í leik og starfi, og kunnu aðstandendur Þroskahjálpar bestu þakkir. 
Á myndinni eru Sæunn Guðrún Gunnarsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi, Bergur Edgar Kristinsson, Víðir Atli Ólafsson, verslunarstjóri, Sveinbjörg Sigurðardóttir og Theodór Guðbergsson.
Vf-Mynd/Þorgils

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				