Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fengu epli fyrir að passa hunda
Þriðjudagur 3. maí 2005 kl. 17:05

Fengu epli fyrir að passa hunda

Þeir félagar, Einar Þór Daníelsson og vinur hans Tyrique Baldursson, höfðu eytt deginum sínum í að rölta um með hundinum Jimmy og tíkinni Lukku. Þeir fengu safaríkt epli að launum.

Strákarnir, Pétur Ásgeirsson og Ólafur Hafsteinn Ólafsson eyddu deginum út á Fitjum og reyndu að fljúga flugdreka. Erfiðlega gekk þó að halda honum á flugi þar sem það var frekar hvasst úti. Í sumar ætla þeir félagar að leggja land undir fót og kíkja til útlanda. Þegar blaðamaður Víkurfrétta kvaddi strákanna slitnaði annað bandið á flugdrekanum og því ekki ljóst um frekari flugdrekaferðir í dag.

VF-myndir/Margrét



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024