Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 7. desember 2001 kl. 21:40

„Féll nánast í trans þegar Clooney reif í mig“

Hollywood-leikararnir sem voru í Leifsstöð í gærkvöldi voru í góðum höndum meðan þeir dvöldu hér. Leikararnir, margar af skærustu stjörnum hollywood í dag, kíktu í búðir í Leifsstöð á meðan eldsneyti var tekið á einkaþotu sem flutti þá og fylgdarlið til Tyrklands þar sem þeir áttu að skemmta í kvöld á bandarískri herstöð samkvæmt fréttum cnn.com„Þetta var náttúrlega æðislegt. Maður féll nánast í trans þegar Clooney reif í mig og sagðist vilja mynd af sér með mér", sagði Íris Sæmundsdóttir, starfsstúlka á Flugleiðabarnum í Leifsstöð en hún ásamt nokkrum íslenskum starfsmönnum nutu nærveru Hollywoodstjarnanna í gærdag.
Hollywood stjörnunar, Brad Pitt, George Clooney, Matt Damon, Andy Garcia og Julia Roberts kíktu í Leifsstöðina á meðan bætt var við eldsneytisbirgðir einkaflugvélar þeirra. íslensku starfsmennirnir ruku upp stór augu þegar Brad Pitt mætti á barinn og bar um kaffi. Þórdís vakstjóri Gu ðjónsdóttir, Íris Sæmundsdóttir og Hulda Lárusdóttir, starfsmaður Saga Boutiqe kveiktu á perunni, skutust í Fríhöfnina og fengu einnota myndavél. Með hana að vopni skutu þær myndum á kappana fríðu en Julia Roberts var ekki í myndastuði. „Brad var nú greinilega búinn að fá sér aðeins neðan í því en Clonney var algjör sjarmör og ekkert smá myndarlegur", sagði Íris. „Þetta var frekar fyndið því Brad Pitt spurði Huldu hvort hún gæti lánað honum fyrir kaffi. Hann sagðist ekki vera með pening á sér". Íris sagði heimsókna Hollywoodfélaganna hafa verið skemmtilega og óvænta og þeir hafi verið góðir. „Þeir gáfu okkur eiginhandaráritanir og spjölluðu við okkur", sagði Íris.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024