Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Félagsskapurinn og stemningin eru númer eitt, tvö og þrjú
Laugardagur 5. ágúst 2017 kl. 21:00

Félagsskapurinn og stemningin eru númer eitt, tvö og þrjú

Birta Rós Arnórsdóttir svarar verslunarmannahelgarspurningum VF

Birta Rós Arnórsdóttir
 
Hvert á að fara um verslunarmannahelgina í ár?
Ég verð heima.
 
Lætur þú veðurspá ráða því hvert á að fara um verslunarmannahelgina?
Það er svo langt síðan ég hef farið í ferðalag um verslunarmannahelgina, en auðvitað hef ég reynt að elta góða veðrið.
 
Hvert hefur þú farið um verslunarmannahelgi síðustu ár?
Þar sem ég hef verið í skóla undanfarin þrjú ár hef ég ekkert sumarfrí fengið, því fer fjölskyldan án mín. Maðurinn minn elskar ferðalög og setur það ekki fyrir sig að vera einn með börnin.
 
Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar?
Ég fór á fótboltamót á Akureyri.
 
Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu í sumarbústað eða í ferðavagna?
Við fjölskyldan eigum fellihýsi og notum það. Við leigjum okkur aldrei sumarbústað.
 
Hefur þú verið heppin með veður á ferðalögum þínum í sumar?
Tjah...já.  Veðrið var ágætt á Akureyri fyrir utan einstaka skúr. Svo má ekki gleyma því að veðrið er ekki aðalatriðið, þó að það spili stórt hlutverk. Félagsskapurinn og stemningin eru númer eitt, tvö og þrjú.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024