Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fékk þekkta Íslendinga til að senda kærastanum afmæliskveðju í myndbandi
Jón Jónsson fer á kostum í afmælismyndbandinu.
Föstudagur 24. júlí 2015 kl. 06:30

Fékk þekkta Íslendinga til að senda kærastanum afmæliskveðju í myndbandi

Vigdís Diljá Óskarsdóttir kom kærasta sínum skemmtilega á óvart þegar hann átti 24 ára afmæli nýlega. Hún fékk þekkta einstaklinga til að senda honum kveðju í myndbandi sem hún gerði fyrir hann og gaf honum á afmælisdaginn.

„Þetta byrjaði þannig að ég var heima hjá Sölku Sól og tók upp myndband af henni að senda Ísleifi afmæliskveðju, en hann hefur lengi verið mikill aðdáðandi hennar,“segir Vigdís og bætir við að eftir það hafi hugmyndin byrjað að vinda upp á sig og hún ákveðið að hafa samband við fleiri þekkta einstaklinga. „Það reyndist síðan vera óvenjulítið mál að fá allt þetta fólk til að senda honum kveðju, það tóku allir mjög vel í það,“ segir hún en í myndbandinu má auk Sölku Sólar sjá Jón Jónsson, Bubba Morthens, Jón Ársæl, Ladda og Pétur Jóhann Sigfússon.

„Ísleifur er sérstaklega mikill aðdáandi Jóns Ársæls og því kom ekki annað til að greina en byrja myndbandið á hinu klassíska „Já, komiði sæl og blessuð,“ segir Vigdís hlæjandi, í samtali við pressan.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024