Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 15. apríl 1999 kl. 13:43

FEGURÐARSAMKEPPNI SUÐURNESJA 1999

Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 1999 haldin í veitingahúsinu Stapa um síðustu helgi: Keflvísk fegurðardrottning 1999 Fegurðarsamkeppni Suðurnesja er stærsta og glæsilegasta skemmtikvöld hvers árs hér á Suðurnesjum. Glæsilegt fólk hvert sem litið er og keppendurnir sjálfir glæsilegastir allra. Hildigunnur Guðmundsdóttir, 19 ára Keflavíkurmær, sigraði 12 stallsystur sínar með glæsibrag fyrir fullum Stapa. Í öðru sæti varð önnur Keflavíkurmær, Bjarnheiður Hannesdóttir, en í því þriðja Njarðvíkingurinn Eva Stefánsdóttir. Stúlkurnar þrjár verða fulltrúar Suðurnesja í Fegurðarsamkeppni Íslands. Vegleg verðlaun Ungfrú Suðurnes, Hildigunnur Guðmundsdóttir, fær að launum100 þúsund krónur frá Sparisjóðnum í Keflavík, demantshring frá Georg V. Hannah, Nike íþróttagalla frá K-sport, árskort í líkamsrækt og ljós frá Lífsstil, ókeypis þjónustu í hár og neglur í eitt ár og Fudge snyrtivörur frá Art húsinu, nærfatasett að eigin vali frá Smart, glæsilegan gjafapakka frá Guerlain og Apóteki Keflavíkur og veglega gjöf frá No Name og Smart. Þá fær hún veglega gjöf frá Oroblu fyrir að vera með fallegustu fótleggi á Suðurnesjum þetta árið. Bjarnheiður Hannesdóttir fær þriggja mánaða likamsræktarkort frá Lífsstíl, fataúttekt frá Kóda, fría þjónustu í hár á neglur í mánuð og Fudge snyrtivörur frá Art húsinu, nærfatasett að eigin vali frá Smart og glæsilegan gjafapakka frá Guerlain og Apóteki Keflavíkur. Eva Stefánsdóttir fær þriggja mánaða likamsræktarkort frá Lífsstíl, fría þjónustu í hár á neglur í mánuð og Fudge snyrtivörur frá Art húsinu, nærfatasett að eigin vali frá Smart og glæsilegan gjafapakka frá Guerlain og Apóteki Keflavíkur. K-sportstúlkan, Kristín María Birgisdóttir, fær 50 þúsund króna vöruúttekt hjá K-sport. Verðlaunahafar kvöldsins Fegurðardrottning Suðurnesja 1999 Hildigunnur Guðmundsdóttir 2. sæti Bjarnheiður Hannesdóttir 3. sæti Eva Stefánsdóttir Ljósmyndafyrirsæta Suðurnesja 1999 Matthildur Magnúsdóttir Vinsælasta stúlkan Kristín María Birgisdóttir Fegurstu fótleggirnir Hildigunnur Guðmundsdóttir K-sportstúlka Suðurnesja 1999 Kristín María Birgisdóttir Allir keppendur leystir út með gjöfum Allir þátttakendur í keppninni fengu Revlon sturtusápu og body lotion frá Revlon og Smart, gjafapakka frá Guerlain og Apóteki Keflavíkur, Fila sundbol frá K-sport, húsnyrtivörur frá Bláa Lóninu, blómvendi frá Blómabúð Guðrúnar og sokkabuxur og boli frá Oroblu. Ekki aðeins keppendur sem fengu gjafir Tuttugu fyrstu konurnar sem mættu í Stapann fengu glæsilega gjöf sturtusápu og Body lotion frá Revlon og Smart. Glæsileg umgjörð mörgum að þakka Aðstandendur keppninnar, veitinga- og tæknimenn Stapans og kynnirinn Freyr Sverrisson eiga öll hrós skilið fyrir glæsilega og vel heppnaða kvöldstund glansliðsins á Suðurnesjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024