Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fegurðardrottning Suðurnesja 2003
Sunnudagur 13. apríl 2003 kl. 00:10

Fegurðardrottning Suðurnesja 2003

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir úr Keflavík var kjörin Fegurðardrottning Suðurnesja 2003 fyrir nokkrum mínútum en keppnin var haldin í Bláa lóninu í kvöld. Umgjörð keppninnar var glæsileg og var veitingasalur Bláa lónsins þétt setinn. Dagskrá kvöldsins var öll hin glæsilegasta og þóttu stúlkurnar tólf, sem þátt tóku í keppninni, allar hafa staðið sig með mikilli prýði. Víkurfréttir voru með ljósmyndara á keppninni og verða fleiri myndir frá kvöldinu settar inn á vef Víkurfrétta eftir hádegi á sunnudag. Önnur úrslit kvöldsins voru þessi:Annað sæti: Helga Jónasdóttir

Þriðja sæti: Brynja Dröfn Eiríksdóttir

Ljósmyndafyrirsæta Suðurnesja: Bjarney Lea Guðmundsdóttir

Vinsælasta stúlkan: Sigríður Vilma Úlfarsdóttir

K-sport stúlkan: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir

Bláa lóns stúlkan: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir





Ljósmynd: Oddgeir Karlsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024