Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Fegurð og frumleiki hatta á púttvellinum
  • Fegurð og frumleiki hatta á púttvellinum
Miðvikudagur 19. ágúst 2015 kl. 10:19

Fegurð og frumleiki hatta á púttvellinum

Það var sannkölluð hattagleði á púttvellinum á Mánaflöt sl. föstudag í sól og stilltu veðri. Þar eru reglulega haldin púttmót á vegum Púttklúbbs Suðurnesja en nú var það ekki skorið sem gilti, heldur fegurð og frumleiki hattanna.

Höggin voru talin í púttkeppninni en á sama tíma var dómnefnd að störfum sem valdi „Hattadrottningu“ og „Hattakóng“ dagsins. Að lokinni keppni buðu svo Eydís og Hafsteinn upp á kaffi og meðlæti.

Nánar í Víkurfréttum á morgun.



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024