Fegrunarverðlaun í Garðinum
Umhverfisnefnd Garðs veitti í vikunni Fegrunarverðlaun til íbúa sem hafa hugsað vel um umhverfi sitt og eru Garðinum til sóma. Nefndinni þótti áberandi hversu margir eru ýmist að hefja eða ljúka framkvæmdum í görðum sínum. Umhverfi og útlit hefur tekið stakkaskiptum á mörgum stöðum og það er vissulega jákvætt. Verðlaunin sem veitt voru eru eftirfarandi:
- Oddur Jónsson og Berglind Guðlaugsdóttir fengu verðlaun fyrir fallegan og vel hirtan garð að Skagabraut 18.
-Viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi hlutu Ágústa Ásgeirsdóttir og Magnús Rúnar Jónasson að Hraunholti 12.
- Theodór Guðbergsson og Jóna H. Hallsdóttir að Skólabraut 11 fengu einnig verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi.
- Bragi Guðmundsson hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir snyrtilegan frágang á nýju íbúðahverfi Búmanna.
- Hvatningarverðlaun voru veitt íbúum Lyngbrautar þar sem gatan er mjög snyrtileg og greinilega hægt að sjá að þar er hugað að umhverfinu.
Þetta var í fyrsta sinn sem hvatrningarverðlaunin voru veitt heilli götu og vonast umhverfisnefnd Garðsins til að hvatningarverðlaun sem þessi verði íbúum Lyngbrautar og annarra gatna í Garðinum hvatning til frekari góðra verka. Myndir frá verðaunagörðunum má sjá í Ljósmyndasafninu. Myndskeið er einnig að finna í Vef-sjónvarpinu.
Vf mynd/Ellert. Garðurinn við Skagabraut 18.