Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fatlaðir með myndlist á trönum í Krossmóa
Fimmtudagur 3. september 2015 kl. 09:41

Fatlaðir með myndlist á trönum í Krossmóa

Sýning á myndum eftir nemendur í fullorðinsfræðslu fatlaðra hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum opnar í Krossmóa 4 í dag, fimmtudag kl. 17 og er sýningin opin til kl. 21. Þema verkanna er Ljósanótt þar sem nemendur máluðu eftir fyrirmyndum ljósmynda sem tengjast Reykjanesbæ og Ljósanótt. Unnið var með vatnsliti.

Leiðbeinandi á námskeiðinu var Alda Sveinsdóttir fatahönnuður en nemendur voru Arngrímur G. Arnarsson, Guðný Óskarsdóttir, Hannes Sveinlaugsson, Ívar Egilsson, Lára María Ingimundadóttir, Rósa Oddrún Gunnarsdóttir og Tryggvína Þorvarðardóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sýningin verður opin til 11. september á opnunartíma Krossmóa 4.

Trönurnar biðu klárar eftir myndum.