Fasta stundum á föstudaginn langa
Helgi Rafn Guðmundsson - Taekwondo þjálfari
Á að ferðast eitthvað yfir páskahelgina? - Ef ekki, hvernig á að verja helginni?
Á þriðjudag og miðvikudag verða páskaæfingabúðir í Ármanni þar sem fjöldi fólks er að koma. Svo eftir það fer ég til Akureyrar og ver nokkrum dögum í faðmi fjölskyldunnar.
Áttu þér einhverjar hefðir sem tengjast páskunum?
Yfirleitt æfi ég vel. Annars bara að borða góðan mat og fasta stundum á föstudaginn langa.
Hvað er borðað á þínu heimili á páskadag?
Ég er sjaldan heima hjá mér á páskunum, yfirleitt erum við hjá tengdarforeldrunum á Akureyri og þar er yfirleitt borðað lamb.
Hvernig páskaegg ætlar þú að fá þér í ár?
Lítið með súkkulaðibragði.