Farandsýning leikskólanemenda
Myndlist eftir nemendur á leikskólanum Tjarnarsel verða íbúum höfuðborgarinnar til sýnis á veitingastaðnum Babalú Skólavörðustíg 22. Verkin eru unnin eftir bókunum um Siggu og skessuna í fjallinu.
Sýningin var fyrst á bókasafni Reykjanesbæjar í vor og hangir núna uppi í Tjarnarseli áður en hún fer til Reykjavíkur.
Sýningin var fyrst á bókasafni Reykjanesbæjar í vor og hangir núna uppi í Tjarnarseli áður en hún fer til Reykjavíkur.
Eigandi veitingastaðarins Babalú sá sýninguna á bókasafninu og hafði samband við starfsfólk Tjarnarsels sem tók vel í beiðni hans að fá myndirnar í salarkynni staðarins.
VF-myndir/Inga