Fannar tendraði ljósin á vinabæjarjólatrénu
Fjöldi barna og foreldra mættu á Tjarnargötutorgið í Reykjanesbæ þegar kveikt var á stærsta jólatré bæjarins sl. laugardag en það er gjöf frá Kristiansand, vinabæ Reykjanesbæjar.
Sendiherra Noregs á Íslandi, Cecilie Landsverk, afhenti tréð og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Guðbrandur Einarsson, veitti því viðtöku. Fannar Snævar Hauksson úr 6. bekk í Njarðvíkurskóla tendraði tréð.
Jólasveinar mættu á svæðið og sungu og dönsuðu í kringum stóra jólatréð með krökkunum og foreldrum þeirra í vetrarstillunni.
Fannar Snævar Hauksson úr 6. bekk í Njarðvíkurskóla tendraði tréð.