Færðu vélstjórnardeild FS veglegar gjafir
Vélstjórnardeild Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafa borist veglegar gjafir undanfarið. Vélstjórafélag Suðurnesja gaf deildinni afréttingarbúnað auk þess sem félagið gaf deildinni sérhæfð verkfæri til að vinna með legur, tvær dælur og fjóra rennslismæla.Verðmæti þessara gjafa er vel á aðra milljón króna og mun bæta kennslu í deildinni verulega. Þessi búnaður er mjög fullkominn en honum er stýrt með spjaldtölvu. Afréttingarbúnaðurinn er frá Brammer og dælurnar eru frá Fálkanum en þessi fyrirtæki gáfu verulegan afslátt af búnaðinum að því kemur fram á heimasíðu skólans.