Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Færðu HSS málverk
Miðvikudagur 5. júlí 2006 kl. 14:15

Færðu HSS málverk

Sunna Dís Ólafsdóttir og Björn Bergmann Vilhjálmsson afhentu Steinu Þórey Ragnarsdóttur, ljósmóður hjá HSS, þetta fallega málverk í gærdag eftir Hörpu Sævarsdóttur.

 

Sunna Dís vildi gefa HSS þetta táknræna málverk þar sem fæðingardeild HSS verður lokuð þegar Sunna á að eiga sitt barn. „Ég vil geta notið verksins næst þegar ég eignast barn,“ sagði Sunna Dís í samtali við Víkurfréttir.

 

Steina Þórey, ljósmóðir á HSS, var ánægð með gjöfina og sagði það gaman og gefandi þegar fólk hugsi af viðlíka hlýhug til stofnunarinnar.

 

VF-mynd/ [email protected] - Sunna og Steina við málverkið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024