Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Færðu forsetanum Þróttara-buff
Miðvikudagur 7. desember 2016 kl. 10:15

Færðu forsetanum Þróttara-buff

Þróttarar komu færandi hendi á Bessastaði þegar haldið var upp á Alþjóðlega sjálfboðaliðadaginn mánudaginn 5. desember. Vogabúar færðu þá forseta Íslands, Hr. Guðna Th. Jóhannessyni glæsilegt Þróttara-buff sem hann var einstaklega ánægður með, en eins og alþjóð veit er forsetinn mikill buff maður. Forsetinn bauð ungmennafélagshreyfingunni á landinu í móttöku á Bessastaði í tilefni dagsins en hér að neðan má sjá Einar Haraldsson formann Keflavíkur og Guðmund Bragason Grindvíking með forsetanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024