Fæddist á stofugólfinu á slaginu fimm
Glænýr Garðbúi kom í heiminn með stæl.
„Ein amman kallar hana Bríeti þar til hún fær nafn af því að hún fæddist 19. júní. Við köllum hana Litlu. Hún er líka minnsta barnið mitt,“ segir Díana Ester Einarsdóttir, sem fæddi dóttur á stofugólfinu heima hjá sér fyrir viku síðan. Díana býr í Garðinum ásamt eiginmanni sínum, Ágústi Arnari Jakobssyni, og fjórum börnum sínum. Saman eiga hún og Ágúst tvö þeirra. Elsti sonur Díönu býr hjá föður sínum.
Athugað hvort allt sé í lagi.
Þau hjón voru komin upp í rúm að sofa miðvikudagskvöldið 18. júní þegar hríðir byrjuðu og Díana fékk sér verkjatöflu til að geta sofið. „Ég vildi reyna að þrauka til kl. átta til að láta skoða mig á HSS í stað þess að rjúka til Reykjavíkur,“ segir Díana. Klukkan fjögur vakti hún Ágúst og þau bræddu með sér hvort þau ættu að hringja á sjúkrabíl. „Ég settist í hægindastól í stofunni til að klæða mig í sokka og þá fór vatnið. Þá hringdi Ágúst á sjúkrabíl sem var kominn hingað eftir fimm mínútur.“ Þær mínútur liðu þó eins og eilífð og það var farið að sjást í kollinn á litlu dömunni þegar sjúkraflutningamennirnir Bjarni Rúnar og Kristján mættu á staðinn. Á slaginu fimm fæddist svo daman, sannur Garðbúi, og verður líklega bæði stundvís og sjálfstæð.
Kristján sjúkraflutningamaður og faðirinn Ágúst skoða glænýju dömuna.
Díana eftir átökin. Stoltir foreldrar.
Í skoðun hjá ljósmóður.
Sefur vært.
Sjúkraflutningamennirnir Kristján og Bjarni Rúnar heimsóttu Litlu þegar hún var fimm daga gömul.
VF/Olga Björt