Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eyfi með tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld
Þriðjudagur 19. apríl 2011 kl. 10:58

Eyfi með tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld

Tónlistarmaðurinn ástsæli Eyjólfur „Eyfi" Kristjánsson varð fimmtugur þann 17. apríl n.k. Af því tilefni hefur hann efnt til mikillar tónleikaferðar, sem hófst 21. mars s.l. og mun Eyfi halda 50 tónleika víðsvegar um landið á árinu. Eyfi verður með tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld, þriðjudagskvöldið 19. apríl kl. 20:30.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eyfi var í Garðinum í gærkvöldi og þótti fara á kostum. Hann er að flestum kunnur fyrir laga- og textasmíðar sínar undanfarin 30 ár, ásamt lögum, sem hann hefur flutt ýmist einn eða ásamt öðrum og má þar nefna t.d. -Draumur um Nínu-Álfheiður Björk-Dagar-Danska lagið-Ég lifi í draumi-Ástarævintýri ( á Vetrarbraut )-Góða ferð-Kannski er ástin-Fiðrildi-- o.m.fl.

Í kvöld mun Eyfi spjalla á léttum nótum við tónleikagesti og segja margar skemmtilegar sögur úr bransanum ásamt að flytja öll sín þekktustu lög. Þess má geta að tónleikarnir á Suðurnesjum eru fyrstu tónleikar Eyfa eftir fimmtugsafmælið og einnig fyrstu tónleikarnir, þar sem nýr geisladiskur hans verður kynntur en sá diskur kom út á afmælisdag Eyfa 17. apríl og inniheldur 47 lög frá 30 ára ferli ásamt 3 nýjum lögum, samtals 50 lög.

Aðgangseyrir er kr. 2.000 og fer miðasala fram við inngang og hefjast tónleikarnir kl. 20.30.