Evrópumeistarar í löggæslu
- starfa á Keflavíkurflugvelli.
Þessi hópur hefur að skipa Evrópumeistara í löggæslu skv. niðurstöðu alþjóðlegrar þjónustukönnunar á flugvöllum, þar sem Keflavíkurflugvöllur besti flugvöllur í Evrópu 2014. Lögreglan á Suðurnesjum á sinn þátt í útkomunni og erum við stolt af því. Meðfylgjandi mynd var tekin í gær þegar nokkrir lögreglumenn og landamæraverðir tóku við viðurkenningu af þessu tilefni. Frá þessu er greina á Facebook síðu Lögreglunnar á Suðurnesjum, sem einnig birti myndina.