ESKIMO MODELS MANAGMENT: LEITAÐ AÐ SUMARSTÚLKU!
Eskimo model managment stendur fyrir fyrirsætu- og framkomunámskeiði í Reykjanesbæ dagana 12. til 14. ágúst nk. Námskeiðið er í tengslum við komu Bylgjulestarinnar til Keflavíkur en þá verður m.a. valin sumarstúlka Séð & heyrt í Reykjanesbæ, auk þess sem valin verður Séð & heyrt stúlkan.Námskeiðið er fyrir 13-15 ára og 16-25 ára og leiðbeinandi verður Brynja X. Allir fá Eskimo bol, kynningarbækling, viðurkenningarskjal og komast á skrá fyrir sjónvarpsauglýsingar. Þátttakendur á námskeiðinu taka þátt í risatískusýningu sem verður inni í dagskrá Bylgjulestarinnar. Fjórar til sex stúlkur á aldrinum 16-25 ára verða valdar til að taka þátt í keppninni um sumarstúlkuna sem haldin verður um kvöldið. Einnig verða valdar Séð & heyrt stúlkur úr hópi þátttakenda. Sumarstúlka Reykjanesbæjar 1999 fer síðan til Akureyrar 28. ágúst þar sem valin verður Sumarstúlkan 1999. Skráning er í síma 552-8012 eða [email protected]. Námskeiðið kostar kr. 13.900,- Sjá nánar í augl. á bls. 7 í Víkurfréttum í dag.