Eru kartöflur góðar fyrir ástina?
Kartöflur eru ekki það fyrsta sem manni kemur í hug þegar ástin er annars vegar. Húsmóður úr Garðinum hlýnaði um hjartaræturnar þegar hún opnaði kartöflusekk sem keyptur var í verslaun Sparkaupa í Garðinum í gær. Á móti henni kom þessi líka fallega hjartalaga kartafla. Húsmóðurinni kom því í hug setningin: Legðu rækt við ástina og þú uppskerð eins og þú sáir. Þó svo uppskeran hafi ekki komið úr hennar eigin garði þá var kartöflusekkurinn a.m.k. keyptur í Garði.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson