Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eru fjölskyldualbúmin að hverfa?
Fimmtudagur 25. janúar 2007 kl. 09:56

Eru fjölskyldualbúmin að hverfa?

Á Bókasafninu er búið að setja upp sýningu á fjölskyldualbúmum og myndum úr Byggðasafninu, ásamt áhugaverðum bókum um gerð úrklippubóka
Í dag eru flestir með myndasafn fjölskyldunnar í tölvunni. Þótt hægt sé að skoða stafrænar myndir með margskonar hætti þá sakna eflaust margir stundanna þegar flett var í gegnum albúmin. Við minnum nú á þessa “gömlu” hefð en nú er einmitt tíminn að dunda sér við að búa til fjölskyldualbúm eða úrklippubækur um valda atburði.
Einnig minnum við á að Byggðasafnið tekur við myndum, filmum, slætum og þess vegna heilum albúmum. Oft hafa gamlar myndir glatað tengslum sínum og geta þá orðið vorhreingerningum að bráð. Slíkar myndir geta þó haft sögulegt og menningarlegt gildi fyrir sögu svæðisins og hvetjum við fólk til að skoða málið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024