Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ertu búin/n að sjá þetta?
Föstudagur 13. apríl 2018 kl. 07:00

Ertu búin/n að sjá þetta?

Á sunnudag lýkur þremur sýningum í Duus Safnahúsum og því allra síðasti séns að líta við og skoða þessar glæsilegu sýningar. Í listasal lýkur sýningunni Hjartastaður sem samanstendur af málverkum af Þingvöllum eftir marga af helstu myndlistarmönnum 20. aldar. Verkin koma öll úr einkasafni Sverris Kristinssonar og er sýningin framlag Listasafnsins í tilefni 100 ára afmælis fullveldis á Íslandi.

Í Gryfju lýkur sýningunni Reykjanesbær, verndarsvæði í byggð? þar sem þeirri spurningu er velt upp hvort ástæða sé til að vernda ákveðin svæði í Reykjanesbæ, svo sem gamla bæinn, vegna menningarsögulegs mikilvægis? Á sýningunni fá gestir einstakt tækifæri til að skilja sína skoðun eftir og eru allir hvattir til að taka þátt í þeirri „umræðu“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í Stofunni lýkur sýningunni „Undir pressu“ sem er samsýning nokkurra félaga í Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ. Verkin voru unnin með með óhefðbundnum grafíkaðferðum (painterly print) undir leiðsögn listakonunnar Elvu Hreiðarsdóttur. 
Ókeypis aðgangur er á sýningarnar og opið er alla daga frá kl. 12-17.