Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ertu að fara að passa börn í sumar?
Föstudagur 10. maí 2013 kl. 13:21

Ertu að fara að passa börn í sumar?

Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands heldur námskeið fyrir einstaklinga á aldrinum 12-15 ára (12 ára á árinu) og fer fram  dagana   13. til 16. maí nk. (fjögur kvöld)  frá kl. 18.00 - 21.00 alla dagana. Kennt verður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ. Námskeiðið kallast „Börn og umhverfi“ en var áður kallað barnfóstrunámskeið.

Farið er ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, ásamt kennslu í skyndihjálp. Námskeiðsgjald er kr.6.000.- skráning og nánari upplýsingar í síma 420-4700 virka daga frá kl.13.00 – 16.30 eða með tölvupósti á [email protected]

Innifalið í gjaldinu eru námskeiðsgögn og hressing. Staðfestingarskírteini að námskeiði loknu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024