Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ert þú næsta Rauðhetta?
Þriðjudagur 8. september 2015 kl. 09:35

Ert þú næsta Rauðhetta?

– Kynning á verki og leikstjóra miðvikudaginn 9. september. kl.20.00

Víkingur Kristjánsson mun leikstýra Rauðhettu hjá Leikfélagi Keflavíkur, en hann á að baki fjölmargar leiksýningar sem leikstjóri og leikari.

Miðvikudaginn 9. september mun fara fram almennur félagsfundur þar sem haustverkefni LK, Rauðhetta, verður kynnt. Fundurinn hefst kl. 20:00 í Frumleikhúsinu að Vesturgötu 17. Allir 16 ára og eldri sem hafa áhuga á að taka þátt í einhverju tengdu uppsetningunni eru velkomnir. Feiknafjör og gleði framundan í Frumleikhúsinu.

Þú þarft ekki að vera skráður leikfélagi til að taka þátt, allir eru velkomnir. Óskum eftir fólki í öll hlutverk, smíðavinnu, förðun, búningahönnun, hljóðfæraleikara og miklu meira.

Nánari upplýsingar í síma 421-2540.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024