Ernir styrktu Björgina um 100.000 krónur
Ernir, Bifhjólaklúbbur Suðurnesja, afhentu í gær Björginni 100.000 krónur sem söfnuðust í svokölluðu Arnarkasti sl. laugardag. Arnarkastið er skemmtilegur leikur bifhjólamanna sem hjóla á milli staða á Suðurnesjum og kasta teningum en um liðna helgi fóru Ernir einnig í hópkeyrslu á Sjóarann síkáta.
Ágóðinn af Arnarkastinu rann síðan til Bjargarinnar, geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja.
Á meðfylgjandi mynd afhendir Pálmi Hannesson, formaður Arna, Ragnheiði Sif Gunnarsdóttur, forstöðumanni Bjargarinnar, styrkinn. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson