Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ernir með forvarnadag fyrir unga hjólafólkið
Mánudagur 15. júní 2020 kl. 17:10

Ernir með forvarnadag fyrir unga hjólafólkið

Bifhjólaklúbburinn Ernir býður unga hjólafólkinu og foreldrum þeirra í pylsupartí, spjall og fróðleik á morgun, þriðjudaginn 16. júní kl. 18:00 í nýja klúbbhúsið, Arnarhreiðrið, á Bakkastíg 16 í Reykjanesbæ.

„Foreldrar komið með unglingana ykkar og förum yfir öryggismálin hjá unga hjólafólkinu. Sjáið mótorhjólin okkar og hvernig við klúbbfélagar tryggjum öryggi okkar í umferðinni. Þetta verður frjálslegt spjall og á léttu nótunum með ívafi að gagnlegum fróðleik. Sjáumst sem flest og bjóðið með ykkur öllum sem hafa áhuga á hjólamennsku,“ segir í tilkynningu frá bifhjólaklúbbnum.

Það verður margt um að vera, lögreglan og sjúkraflutningsmenn ætla að vera á staðnum. Láki frá Icebike verðu með öryggisklæðnað til sýnis. Arnar frá Bikevík sýnir Zenen vespur, hjálma og Custom hjól. Sýnt verður hvernig uppblásið öryggisvesti virkar við fall af hjóli. Tjónað mótorhjól, sem féll á Reykjanesbrautinni um daginn, verður sýnt. Neyðarpakkinn fyrir mótorhjól verður til sölu. Fulltrúar frá Bifhjólasamtökum Lýðveldisins Sniglunum verða á staðnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bifhjólaklúbburinn Ernir hefur það að markmiði að auka öryggi hjólafólks og vill sýna gott fordæmi í þeim efnum. Unga fólkinu sem er á skellinöðrum eða hefur áhuga á mótorhjólum og verða vafalaust hjólamenn framtíðarinnar er sérstaklega boðið velkomið á viðurðinn.